Efla
Hvað er Granni?
Uppbygging
Kortakerfi
Málaskrá
Fundakerfi
Sérlausnir
Tækni
Um Granna
Granni 3. útgáfa (BETA)

Opnir vefir
Árborg
Hveragerði
Kortakerfi

Kortakerfi er kortaviðmót Granna og þar eru flestir vinnslumöguleikar kerfisins. Kortakerfi hefur fjölmörg undirkerfi en þau eru:



Fasteignamat

Gagnagrunnur Fasteignaskrár Íslands er settur inn og uppfærður daglega. Hægt er að sækja upplýsingar úr fasteignaskrá fyrir hús og lóðir.


Byggingafulltrúi

Byggingafulltrúi er kerfi fyrir byggingarfulltrúa og starfsfólk tæknideilda. Í byggingafulltrúa eru skráðar inn úttektir, teikningar, hönnuðir, meistarar, byggingastjórar, stöðuúttektir, fokheldisvottorð, byggingaleyfi, beiðnir o.m.fl. Byggingafulltrúi vinnur með húsalagið fyrst og fremst en einnig með lóðir. Byggingaleyfisumsóknir og fyrstu skref byggingamála eru skráð í málaskrá og unnin þar, þangað til byggingaleyfisumsókn er samþykkt. Eftir að hún er samþykkt er unnið með bygginguna í „Byggingafulltrúa“ í Granna.


Lóðir

Lóðir er kerfi fyrir lóðaumsýslu s.s. umsóknarferli, úthlutanir, stofnskjöl og m.fl. Í kerfið eru skráðar upplýsingar s.s. byggingarhæfi lóða, umsóknir um lóðir, úthlutanir og úthlutunarbréf.


Íbúar

Íbúar er upplýsingakerfi sem tengt er þjóðskrá sem uppfærist daglega í Granna. Hægt er að fá upplýsingar um íbúa, fjölda í einstökum húsum og hverfum og ýmsar samanteknar upplýsingar s.s. fjöldai aðfluttra og brottfluttra, aldursdreifingu og íbúaþéttleika svo eitthvað sé nefnt.


Skipulag

Skipulag er nátengt málaskrárkerfinu en gert er ráð fyrir að skipulagstillögur séu skráðar í málaskrá og afgreiðsluferli unnið þar. Á meðan málið er á málaskrárstigi er hægt að teikna mörk skipulagssvæðisins á kortið í Granna og þar með hefst söfnun á skipulagsreitum innan sveitarfélagsins.


Frárennsli

Frárennslislagnir og rotþrær sveitarfélaga eru settar inn með öllum helstu upplýsingum og þeim viðhaldið af starfsmönnum sveitarfélaga eða starfsmönnum veitufyrirtækja. Öll viðhaldsskráning lagna er einnig í kerfinu.


Vatnsveita

Vatnslagnir sveitarfélaga eru settar inn með öllum helstu upplýsingum og þeim viðhaldið af starfsmönnum sveitarfélaga eða starfsmönnum veitufyrirtækja. Öll viðhaldsskráning lagna er einnig í kerfinu.


Hitaveita

Hitaveitulagnir sveitarfélaga eru settar inn með öllum helstu upplýsingum og þeim viðhaldið af starfsmönnum sveitarfélaga eða starfsmönnum veitufyrirtækja. Öll viðhaldsskráning lagna er einnig í kerfinu.


Viðhald

Viðhalds og beiðnakerfi fyrir sveitarfélög eða eignaumsýslufélög sveitarfélaga sem er ætlað að halda utan um beiðnir og verkferla hverrar fasteignar fyrir sig. Sérstakt aðgengi að Granna er fyrir stjórnendur stofnana sem skrá inn upplýsingar og beiðnir fyrir sína fasteign.


Aðgerðarhlutar í kortakerfi Granna












Ertu notandi?
 
Innskráning 
Notandi:
Aðgangsorð:
EFLA , Austurvegi 1-5, 800 Selfoss, S. 412 6900, netfang: granni@verksud.is